17. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. desember 2014 kl. 19:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 19:32
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 19:32
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 19:32
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 19:32
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 19:32
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Elínu Hirst (ElH), kl. 19:32
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 19:32
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 19:32

Ásmundur Einar Daðason boðaði forföll vegna veikinda.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1641. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 12. desember 2014 Kl. 19:32
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

2) Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn) Kl. 19:37
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Ákveðið var að fá sérfræðing í stjórnskipunarrétti á fund nefndarinnar fljótlega.

3) Fundargerðir Kl. 19:44
Fundargerðir 14., 15. og 16. fundar voru samþykktar.

4) Reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 er varðar upplýsingakerfi fyrir innri markaðinn Kl. 19:44
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

5) Önnur mál Kl. 19:45
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:48